Ísland þurft að farga 211 þúsund skömmtum af Covid bóluefni

frettinInnlendarLeave a Comment

Fram hefur komið í fréttum undanfarið að milljónum skammta af Covid bóluefnum hafi verið fargað. Til dæmis hefur Sviss hent 10 milljónum skammta, Rúmenía 3 milljónum og Bandaríkin 82 milljónum. Þá sagði forstjóri Moderna frá því í maí sl. að vegna lítillar eftirspurnar hafi fyrirtækið þurft að henda 30 milljónum skammta.

Samkvæmt svari heilbrigðisráðuneytisins hefur Ísland þurft að farga 211 þúsundum skömmtum af Covid bóluefnum. Ráðuneytið sagði að Ísland og önnur Evrópulönd hafi keypt umframmagn bóluefna til að gefa þeim sem þurfa á því að halda í þeim tilgangi að styðja við bólusetningamarkmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar. Ekki hafi tekist að gefa alla umframskamtana og því þurft að eyða um 211 þúsund skömmtum. Upplýsingar um skammta sem gefnir hafa verið má sjá hér.

Íslenska ríkið hefur keypt Covid bóluefni fyrir 3,9 milljarða kr. frá upphafi faraldurs samkvæmt svari frá heilbrigðisráðuneytinu í ágúst sl. Auk þess hefur ríkið greitt 750 milljónir kr. til Gavi Covax bandalagsins sem sér um að dreifa Covid bóluefnum til efnaminni þjóða.

Íslenska ríkið keypti 1,4 milljónir skammta bara af Pfizer sprautuefninu auk efnisins frá Moderna, Astra Zeneca og Janssen. Leynd er yfir samningunum sem gerðir voru við lyfjafyrirtækin og hafa þeir ekki fengist afhentir og því ekki ljóst hvað hver skammtur af bóluefni kostar en verðið er misjafnt eftir framleiðendum. Ekki kom fram í svari ráðuneytisins hvaða tegund eða tegundum af bóluefni þurfti að farga.

Samkvæmt nýlegri frétt Wall Street Journal mun bandaríska ríkið hafa greitt um 20- 30 bandaríkjadollara fyrir hvern skammt af Pfizer. Á miðlinum Pharmaceutical Techonlogy er fjallað nánar um verðið og fram kemur að sum ríki greiða meira en önnur.

Í frétt Health Policy Watch frá því í sumar segir að áætla megi að um 1,1 milljarður skammta af Covid sprautuefni hafi farið í ruslið á heimsvísu.

Skildu eftir skilaboð