Evrópusambandið (ESB) hefur hótað Elon Musk, nýjum eiganda samfélagsmiðlisins Twitter banni, af því að hann hefur aflétt ritskoðun og ákveðið að opna áður lokaða reikninga. Frá því greindi Financial Times fyrst í dag, en Reuters segir frá.
Þessu á yfirmaður innri markaðar ESB, Thierry Breton, að hafa hótað Musk á fjarfundi í dag, en Financial Times vitnaði í fólk sem hafði vitneskju um samtalið. Breton krafðist þess að Musk notaði tékklista fyrir hvað mætti segja á Twitter og heimtaði að hann hætti að nota „handahófskenndar“ leiðir við að ákveða hverjir mega hafa þar rödd, eftir að reikningum þeirra hafði áður verið lokað.
Eins og Musk hafði áður lofað, leyfði hann notendum samfélagsmiðlisins að ákveða hvort allir, að undanskildum þeim sem nota miðilinn undir lögbrot og yfirdrifið spam, eigi að hafa frjálsan aðgang að honum. Hann hélt um það kosningu með þessari niðurstöðu:
Should Twitter offer a general amnesty to suspended accounts, provided that they have not broken the law or engaged in egregious spam?
— Elon Musk (@elonmusk) November 23, 2022
Embættismaðurinn reyndi að fá Musk til að samþykkja að láta Twitter undirgangast stranga, óháða úttekt á næsta ári.
Breton krafðist þess að Musk notaðist við strangar reglur sambandsins, sem eiga að koma í veg fyrir hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu.
Reuters náði hvorki í Musk né ESB til að afla frekari upplýsinga um málið.
2 Comments on “Evrópusambandið hótar Elon Musk banni vegna málfrelsis á Twitter”
Það er enginn Elon Musk til, þetta er tölvugerð fígúra
Your point of view caught my eye and was very interesting. Thanks. I have a question for you.